Málefli eru hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun. Félagið var stofnað 16. september 2009.
Markmið félagsins er að:
Málefli og Öryrkjabandalag Íslands
Málefli er eitt af aðildarfélögum Öryrkjabandalags Íslands. Innan þess hafa samtökin mikilvægan bakhjarl.
Bandalagið hefur áratuga reynslu af baráttu fyrir réttindum og þjónustu þeirra sem á þurfa að halda.
Fræðsla
Málefli býður reglulega upp á fræðslu fyrir foreldra og fagfólk.
Samverustundir
Málefli stendur fyrir ýmiskonar samverustundum á formi spilastunda, kaffihúsahittinga eða leikhúsferða, þar sem möguleiki er fyrir börn, unglinga og foreldra til að hittast, ræða saman og fá jafningjastuðning.