Málefli boðar til rafræns hittings á Zoom þar sem aðstandendur hafa tækifæri á léttu spjalli og deila reynslu sinni og upplifun með öðrum í svipuðum aðstæðum.
Aðstandur geta meðal annars deilt upplifun sinni af þjónustu talmeinafræðinga, skólakerfisins og því hvernig er að ala upp barn með tal og/eða málþroskaröskun DLD.
Við munum setja saman hópa fyrir aðstandendur og foreldra barna á svipuðum aldri sem fá þá tækifæri til þess að ræða saman í lokuðum hópum.
Við verðum á Zoom og til þess að taka þátt í viðburðinum þá þurfum við netfangið þitt og aldur á barninu.
Þú skráir hér: