Gervigreind og DLD. Rafrænn fyrirlestur 16. október 2024, kl 20

Bergmann Guðmundsson fjallar um gervigreind. 
Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig gervigreind (AI) getur stutt við börn/nemendur með DLD og bætt samskiptahæfni þeirra.
Við skoðum hvernig AI mun geta aðlagað málfærniæfingar, veitt rauntímaendurgjöf á framburð, og hjálpað börnum að æfa félagsfærni í öruggu umhverfi. Einnig verður rætt um myndrænar lausnir sem styðja við börn sem eiga erfitt með munnlega tjáningu.
Að lokum lítum við til framtíðar og skoðum hvernig áframhaldandi þróun á AI getur opnað enn fleiri möguleika í stuðningi við börn með DLD, þar á meðal í framburðarþjálfun, sjálfstýrðum námsferlum og samskiptafærni