Heyrnarhjálp eru landsamtök þeirra sem eru heyrnarskertir, hafa misst heyrn að hluta, sem þjást af eyrnarsuði (e. tinnitus) og öðrum vandamálum sem snúa að heyrn.
Heyrn hefur mikið verið í umræðunni síðastliðnar vikur en Heyrnarhjálp stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni Aðgengi að heyrn. Málþingið verður haldið þann 10. október klukkan 13:00-15:30.
Heyrnarskerðing hefur víðtæk áhrif og meðal annars á tal og mál. Börn og unglingar með heyrnarskerðingu eru í áhættuhópi þegar kemur að málþroskavanda. Við hvetjum félagsmenn og áhugafólk til þess að kynna sér þennan viðburð og fræðast um heyrn.