Málefli hélt fund á netinu þar sem foreldrum og aðstandendum barna með tal- og/eða málþroskaröskun DLD gafst tækifæri til þess að ræða saman um sína reynslu. Þetta var frumraun í því að reyna að halda jafningafund á netinu en það tókst vel til. Tæplega 60 skráðu sig en rúmlega 40 tóku þátt.
Mikill áhugi var fyrir fundinum en stjórn Máleflis þakkar foreldrum fyrir áhugaverðar umræður og þátttöku.