Eva Yngvadóttir, stjórnarkona Máleflis og móðir stúlku með málþroskaröskun DLD, hélt rafrænt erindi á þriðjudaginn.
Mikil aðsókn var á viðburðinn en 326 hlustuðu á hennar erindi og tóku þátt í umræðum að loknu erindinu. Hlustendur margir mjög ánægðir með erindið, sendu fallegar kveðjur og komu með góðar spurningar og pælingar.
Margir foreldrar sem voru að hlusta deila svipaðri reynslu með Evu, sögðust fyllast af von að mikilvægt er að standa þétt við bakið á börnunum sínum sem eru með DLD. Eva lagði mikla áherslu á að stuðningur við barn með málþroskaröskun DLD krefst mikillar vinnu en ávinningur þeirrar vinnu er ómetanlegur. Saga Evu og dóttur hennar einkennist af mikilli vinnu, seiglu og þolinmæði. Foreldrar voru sammála Evu um að gefast ekki upp! Kennari sem fylgdist með sagði að það að fá útskýringu sem þessa muni hjálpa þeim í sínu starfi.
Stjórn Máleflis er þakklát fyrir frábært erindi og góða aðsókn.